mbl | sjónvarp

Þetta er víðsfjarri því sem við stöndum fyrir

ÍÞRÓTTIR  | 19. mars | 23:15 
Það lá augljóslega þungt á herðum Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkinga, stærsta deildartap Njarðvíkinga frá upphafi gegn erkifjendum sínum úr Keflavík í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Það lá augljóslega þungt á herðum Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkinga, stærsta deildartap Njarðvíkinga frá upphafi gegn erkifjendum sínum úr Keflavík í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. 

Einar sagði vonbrigðin með kvöldið gríðarleg. Hann sagði liðið hafa tekið ákveðna áhættu með að leyfa Herði Axel bakverði Keflvíkinga að skjóta nokkuð óáreittur í von um að stoppa þá frekar Domynikas Milka.

Þetta herbragð virkaði ekki sem skyldi því Hörður lét rigna á þá grænklæddu. Einar sagðist eiga eftir að hlera sína menn og að mörgu væri að hyggja í leik þeirra.

Einar sagði það mögulegan kost fyrir hans menn að stutt væri í næsta leik og þar gætu menn hysjað upp um sig. 

 

Loading