mbl | sjónvarp

Ætlar Logi Gunnarsson að taka annað tímabil?

ÍÞRÓTTIR  | 10. maí | 22:35 
Logi Gunnarsson, aldursforseti úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, sagði það ansi grátlegt að þetta Njarðvíkurlið væri að missa af úrslitakeppni og sér í lagi eins og liðið hefur verið að spila síðustu þrjá leiki.

Logi Gunnarsson, aldursforseti úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, sagði það ansi grátlegt að þetta Njarðvíkurlið væri að missa af úrslitakeppni og sér í lagi eins og liðið hefur verið að spila síðustu þrjá leiki.

Njarðvíkingar halda sæti sínu - Hattarmenn fallnir

 

Þetta sagði Logi eftir að lið hans hafði lagt að velli Þórsara úr Þorlákshöfn í síðustu umferð Dominosdeildar karla í kvöld. 

Logi sagðist hafa mætt bara til leiks til að vinna leikinn og að aðrir leikir hefðu ekki átt að skipta neinu máli.  Logi sagði að framistaða liðsins varnarlega hafa verið til fyrirmyndar og að sú staðreynd að Þórsarar sem skora mest í deildinni hafi aðeins náð að setja 73 stig í kvöld hafi verið því til sönnunar. 

Milljón dollara spurningin var svo sú hvort að Logi myndi spila áfram með Njarðvíkingum á næsta tímabili og svaraði Logi því nokkuð ákveðið.

Loading