mbl | sjónvarp

„Sofðu vel“

TÍMARITIÐ  | 4. nóvember | 13:01 
Úlfur Úlfur er úlfur sem allir þekkja. Sveitin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár og má segja að hún hafi rifið íslenskan rapp-heim í gang með mörgum lögum sínum. Hér er um að ræða aðra heimsókn úlfsins í Símaklefann, en síðast tóku strákarnir lag sem enn hefur ekki hlotið nafn.

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Nú fer stundunum í Símaklefanum senn að ljúka, en hér kemur eitt síðasta „símtal“ vikunnar.

Úlfur Úlfur er úlfur sem allir þekkja. Sveitin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár og má segja að hún hafi rifið íslenskan rapp-heim í gang með mörgum lögum sínum. Hér er um að ræða aðra heimsókn úlfsins í Símaklefann, en síðast tóku strákarnir lag sem enn hefur ekki hlotið nafn. Í þetta skiptið er lagið öllu þekktara, en harðir tónar „Sofðu vel“ hafa hljómað á útvarpsstöðvum landsins síðustu misseri. Sagan segir að úlfurinn hyggi á útgáfu nýrrar plötu fljótlega og ættu lesendur því að fylgjast spenntir með.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

Loading