mbl | sjónvarp

„Sker mig upp, skoða mig lag fyrir lag“

TÍMARITIÐ  | 1. nóvember | 15:35 
Hér kemur Snorri Helgason í annað sinn og spilar lag sitt, „Kveðja“. Snorri hefur látið mikið að sér kveða upp á síðkastið, en eins og kom fram í viðtali hans við Monitor á dögunum kom nýlega út ný plata frá honum og ber hún heitið Autumn Skies.

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spileríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.

Hér kemur Snorri Helgason í annað sinn og spilar lag sitt, „Kveðja“. Snorri hefur látið mikið að sér kveða upp á síðkastið, en eins og kom fram í viðtali hans við Monitor á dögunum kom nýlega út ný plata frá honum og ber hún heitið Autumn Skies. Hér er um að ræða fyrstu plötuna sem kemur út með Hljómsveitinni Snorri Helgason, en hann er nú kominn með föngulegt lið fólks í kringum sig. Snorri spilaði á miðvikudag og fimmtudag á Airwaves og hefur því lokið sínum tónleikum þar. Monitor mælir hins vegar með því að lesendur fylgist vel með þessum hæfileikaríka listamanni í framtíðinni og kynni sér plötuna ekki seinna en í gær.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

Loading