mbl | sjónvarp

Tilfinningaþrungin stund á vigtinni

FÓLKIÐ  | 26. september | 13:20 
Dramatíkin leyndi sér ekki undir lok fyrsta þáttarins af Biggest Loser Ísland þegar keppendur stigu á vigtina eftir fyrstu vikuna á Bifröst. Lóa var ein þeirra keppenda sem fögnuðu góðu gengi.

Dramatíkin leyndi sér ekki undir lok fyrsta þáttarins af Biggest Loser Ísland þegar keppendur stigu á vigtina að lokinni fyrstu vikunni á Bifröst. Fjórða þáttaröðin hóf göngu sína í síðustu viku en líkt og margir aðrir keppendur fagnaði Lóa góðum árangri.

„Ég er ekki tilbúin að fara, alls ekki. Ég á nóg eftir að læra, það er bara þannig,“ sagði Lóa áður en hún steig á vigtina. Hún varð þó ekki fyrir vonbrigðum og uppskar mikið lófatak þegar árangurinn varð ljós á vigtinni.

„Talan kom mér rosalega mikið á óvart því ég er búin að vera alla vikuna virkilega hrædd um að ég væri að fara heim,“ sagði Lóa en gleðin leyndi sér ekki í augum hennar. Það gerðu tilfinningarnar ekki heldur en sjón er sögu ríkari.

Annar þátturinn af Biggest Loser Ísland verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn klukkan 20.00.

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading