mbl | sjónvarp

Ætla aldrei aftur að tapa

FÓLKIÐ  | 4. október | 13:43 
„Ég var farin að halda að trampólínið okkar væri bara bilað,“ segir Dagbjört um þrautina sem lögð var fyrir keppendur í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland. Þrautin fólst í því að kasta gulum boltum í trampólín sem þaðan skoppuðu ofan í fiskikar líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

„Ég var farin að halda að trampólínið okkar væri bara bilað, það væri bara alltaf að færa sig þegar við vorum að kasta í það,“ segir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir um þrautina sem lögð var fyrir keppendur í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland.

Þrautin fólst í því að kasta gulum boltum í trampólín sem þaðan skoppuðu ofan í fiskikar líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Brösuglega gekk hjá rauða liðinu en betur hjá því bláa.

„Þegar við keyrðum að þrautinni og ég sá allar þessar gulu kúlur og trampólín þá hugsaði ég strax um Survivor,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir sem var afar spennt fyrir þrautinni. Allt gekk eins og smurð vél hjá Örnu og liðsfélögum hennar í bláa liðinu sem loks fór með sigur af hólmi í þrautinni. 

Hvort lið skipti sér í tvo hópa og þar sem ójafnt var í liðunum þurfti einn að sitja hjá í bláa liðinu. „Þetta leit út fyrir að vera ógeðslega gaman. Ég hefði sjálfur verið alveg til í að vera með en þau sögðu að ég ætti bara að vera úti fyrst að einhver yrði að gera það,“ segir Svanur Áki Ben Pálsson, sem þurfti að sitja hjá. Áki fylgdist þó vel með og hvatti sitt lið áfram af hliðarlínunni.

„Okkar plan er aldrei aftur að tapa,“ segir Daria Richardsdóttir en ekki gekk jafn-vel hjá henni og rauða liðinu sem því bláa. Næsti þáttur af Biggest Loser Ísland fer í loftið klukkan 20:00 á morgun í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans en nánar má lesa um keppendur hér.

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading