mbl | sjónvarp

Stelpustríð í Biggest Loser

FÓLKIÐ  | 8. nóvember | 16:37 
Allir strákarnir eru farnir heim, keppnin byrjuð að harðna og mætti segja að stelpustríð sé hafið í Biggest Loser Ísland. Það dregur til tíðinda í næsta þætti sem sýndur verður í kvöld þar sem aðeins stelpurnar sem eftir eru í keppninni etja kappi.

Allir strákarnir eru farnir heim, keppnin byrjuð að harðna og mætti segja að stelpustríð sé hafið í Biggest Loser Ísland. Það dregur til tíðinda í næsta þætti sem sýndur verður í kvöld þar sem aðeins stelpurnar sem eftir eru í keppninni etja kappi. Liðakeppninni er lokið og einstaklingskeppnin tekin við.

„Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona pirraðan hóp. Það er eitthvað að tryllast inni í þeim,“ segir Gurrý þjálfari í meðfylgjandi myndbroti úr þættinum sem sýndur verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld. „Það er rosalega skrítin stemning uppi í húsi. Ótrúlega stutt í endann, bara stelpur,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir sem er ein þeirra sem eftir eru á Bifröst eftir að Hjörtur kvaddi í síðasta þætti.

„Það er svolítið erfitt þegar hún segir mér ekki satt,“ segir Gurrý sem er ekki par ánægð með Örnu sem virðist reyna að harka af sér meira en hún þolir og kalla þarf til sjúkrabíl á Bifröst í annað sinn í þáttaröðinni. Sjón er sögu ríkari.

Frétt mbl.is: Þurftu að kalla út sjúkrabíl vegna keppanda í Biggest Loser

 

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading