mbl | sjónvarp

Einstakur flutningur Klöru á laginu Heim

FÓLKIÐ  | 28. janúar | 15:40 
Söngkonan Klara Elíasdóttir var sérstakur gestur í síðasta bingóþætti. Klara ætti að vera öllum landsmönnum kunn en hún skaust upp á stjörnuhimininn með stúlknasveitinni Nylon sem umboðsmaðurinn Einar Bárðarson setti saman á árum áður.

Söngkonan Klara Elíasdóttir var sérstakur gestur í síðasta bingóþætti. Klara ætti að vera öllum landsmönnum kunn en hún skaust upp á stjörnuhimininn með stúlknasveitinni Nylon sem umboðsmaðurinn Einar Bárðarson setti saman á árum áður. 

Klara flutti ljúfa tóna fyrir þátttakendur bingósins en flutningur hennar á laginu Heim fékk hárin svo sannarlega til að rísa. Lagið samdi hún í fyrrasumar sem eins konar þjóðhátíðarlag og tileinkaði það konum. 

Bingófjörið hefur farið vel af stað og hefur þátttakan verið frábær. „Við erum svo þakklát fyrir öll góðu viðbrögðin sem við höfum fengið,“ sagði bingóstjórinn Siggi Gunnars. „Klara kom til okkar og flutti tvö lög og hjálpaði okkur við að gera kvöldið sem skemmtilegast,“ sagði hann jafnframt. 

Bingóveislan heldur áfram að viku liðinni og hefst næstkomandi fimmtudagskvöld á slaginu 19:00. Ekki missa af því! 

Allar nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.

 

 

Loading