mbl | sjónvarp

Dætur Íslands: Sveindís Jane Jónsdóttir

ÍÞRÓTTIR  | 2. júní | 6:00 
Í fyrsta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg í Þýskalandi.

Í fyrsta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg í Þýskalandi.

Sveindís, sem er tvítug, hefur leikið með Wolfsburg frá því í janúar 2022 en liðið varð bæði bikar- og Þýskalandsmeistari á nýliðnu keppnistímabili.

Hún hélt út í atvinnumennsku í desember 2020, þá 19 ára gömul, þegar Wolfsburg keypti hana af uppeldisfélagi hennar Keflavík. Tímabilið 2021 lék hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.

Sveindís stimplaði sig rækilega inn hjá þýska liðinu á tímabilinu, þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp önnur fjögur, þar af tvö í Meistaradeildinni gegn Arsenal, í 14 leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á tímabilinu.

Alls á hún að baki 18 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk en hún lék sinn fyrsta landsleik í september 2020 gegn Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM.

Hægt er að horfa á þáttinn um Sveindísi Jane í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Loading