mbl | sjónvarp

Foden magnaður í sigri City (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 25. apríl | 21:24 
Manchester City komust upp fyrir Liverpool og eru nú einungis einu stigi á eftir Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4:0 sigur á Brighton í kvöld.

Manchester City komust upp fyrir Liverpool og eru nú einungis einu stigi á eftir Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4:0 sigur á Brighton í kvöld.

Kevin De Bruyne kom gestunum á bragðið í kvöld með glæsilegu skallamarki eftir fyrirgjöf Kyle Walker. Phil Foden tvöfaldaði forystu City með marki beint úr aukaspyrnu sem reyndar hafði viðkomu í varnarmanni Brighton.

Foden kom City í 3:0 á 34. mínútu eftir slæm mistök í uppspili Brighton og Julian Alvarez innsiglaði 4:0 sigurinn með skrautlegu marki. Kyle Walker fékk magnaða stungusendingu frá markverðinum Ederson og lék á varnarmann Brighton áður en hann tæklaði boltann til Alvarez. Jason Steele, markvörður Brighton, virtist ná hönd á boltann áður en Walker snerti hann og þeir skullu harkalega saman.

Mörkin má sjá í spilaranum.

Loading