mbl | sjónvarp

Eiður: Ekki hengja Xhaka fyrir að hafa tilfinningar

ÍÞRÓTTIR  | 3. nóvember | 22:10 
„Mér finnst hann bara ekki sannfærandi. Hann er ekki með stuðningsmennina á bak við sig, hann virðist ekki ná til leikmannanna,“ sagði Freyr Alexandersson um knattspyrnustjórann Unai Emery þegar þeir Eiður Smári Guðjohnsen ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Arsenal á Vellinum í Sjónvarpi Símans.

„Mér finnst hann bara ekki sannfærandi. Hann er ekki með stuðningsmennina á bak við sig, hann virðist ekki ná til leikmannanna,“ sagði Freyr Alexandersson um knattspyrnustjórann Unai Emery þegar þeir Eiður Smári Guðjohnsen ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Arsenal á Vellinum í Sjónvarpi Símans.

Emery virðist orðinn afar valtur í sessi og eftir 1:1-jafntefli Arsenal við Wolves um helgina var fullyrt í The Times í gær að hann ætti aðeins 1-2 leiki eftir til stefnu til að snúa gengi liðsins við og halda starfinu.

„Hver ástæðan er er fáránlegt fyrir mig frá Íslandi að vera að segja. En ég held að fyrir hvern sem er hefði verið erfitt að koma á eftir Wenger, alveg sama þó að einhverjir hafi verið farnir að segja „Wenger out“ síðasta tímabilið hans. Wenger er „legend“ og verður það alltaf hjá Arsenal. Hann gerði stórkostlega hluti og spilaði stórkostlegan fótbolta. Að koma inn á eftir honum... liðið í ekkert sérstaklega flottu standi, ekki gott jafnvægi í hópnum og jafnvægið er ekki komið enn þá. Úrslitin hafa verið upp og ofan en þeir eru ekkert svo rosalega langt frá þessu. Það þarf ekki mikið að fara að falla með þeim svo að þeir verði í topp fjórum, en þetta er ekki mjög sannfærandi,“ sagði Freyr.

Tómas benti á að allt virtist loga stafna á milli hjá Arsenal eins og hefði sýnt sig fyrir rúmri viku þegar fyrirliðinn Granit Xhaka var baulaður af velli af eigin stuðningsmönnum, og reif kjaft við þá á móti. Xhaka hefur beðist afsökunar á sínu framferði.

„Það eru tilfinningar í þessu og það er ýmislegt sem spilar inn í,“ sagði Eiður. „Menn gera mistök og það er ekki hægt að hengja menn fyrir það. En um leið og þú færð fyrirliðabandið þá er viss ábyrgð sem þú berð, og þú verður að átta þig á því að það eru öll augu á þér. Þú þarft að vera sá sem dregur akkúrat úr svona hlutum hjá liðsfélögunum, eða vera tenging við þjálfarann, hvernig sem það er. En allir erum við mannlegir og við skulum ekki hengja Granit Xhaka fyrir að hafa tilfinningar,“ sagði Eiður.

Umræðurnar um Arsenal má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading