mbl | sjónvarp

Endurkoma í Newcastle (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. nóvember | 17:38 
Newcastle heldur áfram að klifra upp töfluna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann afar sterkan 2:1-heimasigur gegn Bournemouth á St. James' Park í Newcastle í dag.

Newcastle heldur áfram að klifra upp töfluna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann afar sterkan 2:1-heimasigur gegn Bournemouth á St. James' Park í Newcastle í dag. Harry Wilson kom Bournemouth yfir strax á 14. mínútu.

DeAndre Yedlin jafnaði metin fyrir Newcastle undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1:1- í hálfleik. Það var svo Claran Clark sem skoraði sigurmark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og Newcastle fagnaði dýrmætum sigri.

Þetta var annar sigurleikur Newcastle í röð í deildinni en liðið er í ellefta sætinu með 15 stig, stigi meira en Tottenham og Everton. Bournemouth er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi minna en Arsenal.

Loading