mbl | sjónvarp

Schmeichel við Tómas: Þetta er harkalegt fyrir þá núna

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 20:40 
Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers markvarðar Leicester, sagði í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í kvöld að það hefðu verið blendnar tilfinningar að sjá Manchester United vinna Leicester í dag og tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers markvarðar Leicester, sagði í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í kvöld að það hefðu verið blendnar tilfinningar að sjá Manchester United vinna  Leicester í dag og tryggja sér Meistaradeildarsæti.

„Ég er yfir mig ánægður fyrir hönd Ole Gunnars að ná þriðja sæti þessu tímabili eftir að hafa verið svo langt frá því lengi vel. Mikið af ungum leikmönnum komu inn í liðið og maður veit ekki hvaða stefnu hlutirnir taka við þær aðstæður. Þú veist hvað það gefur þér til lengri tíma en ekki hvernig það fer akkúrat núna," sagði Schmeichel m.a. um niðurstöðuna hjá United.

Um Leicester sagði Daninn meðal annars:

„Það var frábært að sjá þá svona lengi í hópi fjögurra efstu og það er eina ástæðan fyrir því að manni finnst það dálítið leiðinlegt að þeir skuli ekki komast í Meistaradeildina. Fyrir ári síðan spáði ég því að Leicester myndi enda í fimmta sæti þar sem ég vissi að liðið væri mjög hæfileikaríkt en ég taldi það ekki nógu sterkt til að ná Meistaradeildarsæti. Ég var kannski dálítið hlutdrægur í þeirri spá minni. Fyrir tímabilið hefðu allir Leicestermenn tekið því að ná Evrópudeildarsæti. En það er harkalegt fyrir þá núna," sagði Schmeichel en viðtalið í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Enski boltinn
Loading