mbl | sjónvarp

Camp­bell um skiptin til Arsenal: Ég skil ekki reiðina

ÍÞRÓTTIR  | 27. september | 10:19 
„Ég vildi vinna og ég vildi vinna strax,“ sagði Sol Camp­bell, fyrr­ver­andi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, í sam­tali við Tóm­as Þór Þórðar­son á Sím­an­um sport um félagsskiptin sín frá Tottenham til nágrannanna og erkifjendanna í Arsenal árið 2001.

„Ég vildi vinna og ég vildi vinna strax,“ sagði Sol Camp­bell, fyrr­ver­andi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, í sam­tali við Tóm­as Þór Þórðar­son á Sím­an­um sport um félagsskiptin sín frá Tottenham til nágrannanna og erkifjendanna í Arsenal árið 2001.

Skiptin voru gríðarlega umdeild á sínum tíma enda elduðu félögin oft grátt silfur saman. Campbell sér þó ekki eftir þeim sjálfur, enda varð hann enskur meistari tvisvar og bikarmeistari tvisvar á fimm árum hjá Arsenal. Margir stuðningsmenn Tottenham erfa þetta hins vegar enn við gamla varnarmanninn.

„Það er fólk sem er í fýlu yfir þessu sem var ekki einu sinni búið að fæðast. Það sem er dapurt við þetta er að fullt af fólki veit ekki einu sinni lengur af hverju það er reitt, lífið heldur áfram og þetta gerðist fyrir 20 árum!“ sagði Campbell en klippuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Loading