mbl | sjónvarp

Eiður um feril Vardy: Draumi líkast

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:43 
Jamie Vardy reyndist hetja Leicester þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jamie Vardy reyndist hetja Leicester þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mörk­in: Sig­ur­mark af vara­manna­bekkn­um

Leiknum lauk með 1:0-sigri Leicester en Vardy skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska Boltans á Síminn Sport, fór yfir leikinn ásamt þeim Bjarna Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

„Jamie Vardy líður bara vel gegn Arsenal,“ sagði Eiður Smári í Vellinum.

„Þetta eru vonbrigði fyrir Arsenal að hafa tapað þessum leik. Það vantaði marga sterka leikmenn í Leicester liðið og þeir voru með bakvörð í miðverði sem dæmi,“ sagði Bjarni Þór meðal annars.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en leikur Arsenal og Leicester var sýndur beint á Síminn Sport.

Loading