mbl | sjónvarp

Eiður: Ekki leyfilegt í fótbolta

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:50 
Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Bæði lið fengu færi til þess að skora en inn vildi boltinn ekki og markalaust jafntefli því niðurstaðan.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans á Síminn Sport, fór yfir leikinn ásamt þeim Bjarna Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

„Við höfum séð svona hluti áður,“ sagði Eiður um umdeilt atvik í leiknum þegar Chelsea vildi fá vítaspyrnu.

„Þegar maður sér þetta frá þessu sjónarhorni þá er alveg hægt að segja að þetta sé ekki leyfilegt í fótbolta.

Það er alveg hægt að sleppa þessu en það er líka alveg hægt að dæma á þetta,“ bætti Eiður Smári við.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en leikur Manchester United og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.

Loading