mbl | sjónvarp

Mörkin: Fyrsta markið í fjórtán ár

ÍÞRÓTTIR  | 23. nóvember | 22:18 
Theo Walcott er kominn á blað fyrir uppeldisfélag sitt, Southampton, eftir að hann sneri aftur þangað í byrjun október frá Everton, en hann skoraði í leik liðsins gegn Wolves í kvöld.

Theo Walcott er kominn á blað fyrir uppeldisfélag sitt, Southampton, eftir að hann sneri aftur þangað í byrjun október frá Everton, en hann skoraði í leik liðsins gegn Wolves í kvöld. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið í fjórtán ár.

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði Theo Walcott fyrsta markið sitt á tíma­bil­inu fyr­ir Sout­hampt­on á 58. mín­útu. Portúgal­inn Neto kom inn á sem varamaður á 70. mín­útu og fimm mín­út­um síðar var hann bú­inn að jafna og þar við sat.

Sout­hampt­on er í fimmta sæti deild­ar­inn­ar með 17 stig og Wol­ves í ní­unda sæti með 14 stig.

Loading