mbl | sjónvarp

Bjarni um Chelsea: Fer ekki vel í leikmannahópinn

ÍÞRÓTTIR  | 22. febrúar | 12:38 
„Maður hugsaði bara greyið peyinn enda er þetta mikil niðurlæging,“ sagði Hermann Hreiðarsson um Callum Hudson-Odoi, sóknarmann enska knattspyrnufélagsins Chelsea, í Vellinum á Símanum Sport í gær.

„Maður hugsaði bara greyið peyinn enda er þetta mikil niðurlæging,“ sagði Hermann Hreiðarsson um Callum Hudson-Odoi, sóknarmann enska knattspyrnufélagsins Chelsea, í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Hudson-Odoi byrjaði á varamannabekknum hjá Chelsea en kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks áður en honum var skipt af velli á 76. mínútu.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var ekki ánægður með vinnuframlag leikmannsins og gagnrýndi hann í viðtali við fjölmiðlamenn eftir leik.

„Maður veit ekki hvað gerist á bak við tjöldin og hvort hann hafi farið eftir þeim fyrirmælum sem lagt var upp með,“ sagði Hermann.

„Hann kemur inn á í allt annað hlutverk en hann er vanur að spila. Þetta var allt mjög skrítið og ég var ekki mjög hrifinn af þessu,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

„Hann tók Tammy Abraham út af líka í hálfleik og þetta eru skýr skilaboð. Ég ræð hérna og menn þurfa að fylgja mér en ég held að þetta fari ekki vel í leikmannahóp Chelsea,“ bætti Bjarni við.

 

Loading