mbl | sjónvarp

Völdu uppáhaldsleikmennina sína (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. febrúar | 16:55 
Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Manchester United, og Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Chelsea, völdu uppáhaldsleikmennina sína sem leika með liðunum í dag í tilefni þess að þau mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 16:30.

Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Manchester United, og Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Chelsea, völdu uppáhaldsleikmennina sína sem leika með liðunum í dag í tilefni þess að þau mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 16:30.

Bæði lið eru í baráttu um sæti í Evrópukeppni, en Manchester United er í öðru sæti með 49 stig, tíu stigum á eftir Manchester City sem er í toppsætinu. Chelsea er í fimmta sæti með 43 stig.

Val þeirra Dublins og Townsends má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Loading