mbl | sjónvarp

Mörkin: Fimm mörk og rautt spjald í fjörugum leik

ÍÞRÓTTIR  | 17. apríl | 14:03 
Þau voru ansi slysaleg mörkin tvö sem West Ham United fékk á sig í fyrri hálfleik í tapinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þau voru ansi slysaleg mörkin tvö sem West Ham United fékk á sig í fyrri hálfleik í tapinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsta mark Newcastle var sjálfsmark Issa Diop og var Craig Dawson rekinn af velli með rautt spjald á sama tíma. Fimm mínútum síðar gerði Lukasz Fabianski hræðileg mistök og Joelinton tvöfaldaði forystuna.

Hamrarnir gáfust þó ekki upp jöfnuðu metin með mörkum frá Diop, að þessu sinni í rétt mark, og hinum sjóðheita Jesse Lingard.

Varamaðurinn Joe Willock skoraði hins vegar sigurmarkið örstuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og þar við sat.

Mörkin og allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

 

Enski boltinn
Loading