mbl | sjónvarp

Mörkin: Greenwood allt í öllu

ÍÞRÓTTIR  | 18. apríl | 17:09 
Mason Greenwood átti stórleik fyrir Manchester Unitd þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mason Greenwood átti stórleik fyrir Manchester Unitd þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Greenwood kom United yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sókn United-manna en James Tarkowski jafnaði metin fyrir Burnley tveimur mínútum síðar.

Greenwood kom United aftur yfir þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma með föstu skoti úr teignum.

Það var svo Endinson Cavani sem innsiglaði sigur United með marki af stuttu færi eftir laglega skyndisókn.

Leikur Manchester United og Burnley var sýndur beint á Símanum Sport.

Loading