mbl | sjónvarp

Mörkin: Leikur sem bauð upp á allt

ÍÞRÓTTIR  | 21. apríl | 21:35 
Það var nóg um að vera þegar Manchester City heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það var nóg um að vera þegar Manchester City heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Aston Villa komst yfir eftir 45 sekúndur með marki frá  John McGinn en Phil Foden jafnaði metin fyrir City rúmlega tuttugu mínútum síðar.

Rodri kom City yfir á 40. mínútu með skalla eftir hornspyrnu áður en John Stones fékk að líra rauða spjaldið fyrir ljótt brot.

Matty Cash, bakvörður Aston Villa, fékk hins vegar að líta tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik en það kom ekki að sök og City fagnaði sigri.

Leikur Aston Villa og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.

Loading