mbl | sjónvarp

Herforingjarnir tveir hjá Chelsea (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. september | 10:43 
Þeir Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru uppfullir hróss í garð markmannsins Édouards Mendys og miðvarðarins Thiagos Silva hjá Chelsea í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Þeir Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru uppfullir hróss í garð markmannsins Édouards Mendys og miðvarðarins Thiagos Silva hjá Chelsea í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Eftir komu þýska knattspyrnustjórans Thomas Tuchels í janúar á þessu ári hefur Chelsea borið af í varnarleik í ensku úrvalsdeildinni.

Fjöldi leikmanna á stóran þátt í því en þremenningunum í Vellinum þótti full ástæða til þess að taka Mendy og Silva sérstaklega fyrir.

Þeir stóðu sig enda frábærlega í 3:0-sigri liðsins gegn Aston Villa á laugardaginn, í leik þar sem gestirnir í Villa fengu fjölda frábærra tækifæra til að skora.

Umræðurnar um varnarleik Chelsea má sjá í spilaranum hér að ofan.

Loading