mbl | sjónvarp

Tíu grínistar keppa í fyndni

TÍMARITIÐ  | 15. nóvember | 14:30 
Árleg keppni um Fyndnasta mann Íslands er hafin. Tíu af efnilegustu nýju grínistum landsins keppa um sæti í úrslitum keppninnar og tækifæri til þess að hampa kórónunni og titlinum Fyndnasti maður Íslands í eitt ár. Hér fáum við að sjá fimm af keppendunum.

Árleg keppni um Fyndnasta mann Íslands er hafin. Tíu af efnilegustu nýju grínistum landsins keppa um sæti í úrslitum keppninnar og tækifæri til þess að hampa kórónunni og titlinum Fyndnasti maður Íslands í eitt ár. Hér fáum við að sjá fimm af keppendunum.

Undanúrslitin fara fram á Spot í Kópavogi kl. 20:30 í kvöld og munu grínistarnir tíu þar etja kappi í gríni og fá 4-5 mínútur hver til að spreyta sig á sviðinu. Fimm komast áfram í úrslit. Daníel Geir Moritz, núverandi titilhafi, er kynnir keppninnar og mun halda uppi stemningu á milli atriða.

Myndskeið á mbl.is frá keppninni í fyrra.

Þættir

Fyndnasti maður Íslands: Fleiri þættir
Loading