mbl | sjónvarp

Grillaður úrvalshamborgari með beikoni og frönskum

MATUR  | 29. apríl | 7:41 
Þessi uppskrift er með þeim einfaldari en gæðahráefni er það sem tryggir útkomuna. Notast er við hamborgara með 30% fituinnihaldi sem gerir borgarann einstaklega mjúkan og góðan úr íslensku nautakjöti.

Þessi uppskrift er með þeim einfaldari en gæðahráefni er það sem tryggir útkomuna. Notast er við hamborgara með 30% fituinnihaldi sem gerir borgarann einstaklega mjúkan og góðan úr íslensku nautakjöti.


Grillaður úrvalshamborgari með beikoni og frönskum
  • Hagkaups-grillborgari með 30% fitu
  • kartöflubrauð frá Myllunni
  • Sweet Baby Ray's Sweet & Spicy BBQ Sauce
  • Stokes Burger Relish
  • tómatar
  • agúrkur
  • rauðlaukur
  • paprika
  • maríbóostur í sneiðum
  • beikon
  • steikar- og grillkrydd frá Íslandsnauti
  • ferskt salat
  • Cavendish Crispy Classic-franskar

Þessi gerð af hamborgurum kemur í þægilegum neytendaumbúðum. Þeir eru mjög þéttir og sumir vilja fletja þá út en það er algjörlega smekksatriði. Það var ekki gert hér.

Kryddið borgarana með steikar- og grillkryddi.

Skerið niður grænmetið.

Setjið hamborgarann, beikonið, rauðlaukinn og paprikuna á grillið. Hamborgarinn er grillaður eftir smekk eða 3-5 mínútur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu.

Grillið grænmetið þar til það eru komnar fallegar grillrendur í það.

Setjið ostinn á borgarann. Á sama tíma er gott að setja brauðið örsnöggt á grillið til að fá á það fallegar rendur.

Takið af grillinu og setjið borgarann saman.

Með hamborgaranum eru hafðar franskar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að undirbúa borgarann. Ekki skemmir fyrir að hafa frönskurnar lengur inni í ofninum og á hærri hita. Fylgist vel með þeim en þær verða sérlega stökkar og góðar.

Gott ráð varðandi borgarana

Gott er að fletja þá út þegar búið er að taka þá úr umbúðunum. Þá annaðhvort létt með höndunum eða ef fólk vill fremur nota hamborgarapressu eða sambærilegt áhald.

Þegar borgurunum er pakkað þá pressast þeir þétt saman. Mörgum þykja þeir bestir þannig en það er auðvitað smekksatriði eins og gefur að skilja.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Loading