mbl | sjónvarp

Kartöflurnar sem munu breyta lífi þínu

MATUR  | 29. júlí | 12:03 
Hér er á ferðinni ein sú ljúffengasta grillmáltíð sem sögur fara af. Við erum að tala um grillað lamba-ribeye eins og það gerist best og meðlæti sem fær fullorðna menn til að falla í yfirlið.

Hér er á ferðinni ein sú ljúffengasta grillmáltíð sem sögur fara af. Við erum að tala um grillað lamba-ribeye eins og það gerist best og meðlæti sem fær fullorðna menn til að falla í yfirlið.

Trufflufylltu kartöflurnar þóttu algjört sælgæti

 • 4 lamba-ribeyesteikur
 • AMB-krydd
 • sérvalin hvítlaukssósa
 • sérvaldar trufflukartöflur
 • Lillie's GOLD Barbeque Sauce
 • rótargrænmeti
 • SPG-krydd
 • Olio Nitti-olía

Aðferð:

 1. Kryddið kjötið eftir kúnstarinnar reglum með AMB-kryddinu. Hellið ólífuolíu yfir.
 2. Kryddið rótargræmetið með SPG-kryddinu og hellið ólífuolíu yfir. 
 3. Setjið kjötið á grillið ásamt trufflukartöflunum og rótargrænmetinu. 
 4. Penslið kjötið með grillsósu og munið að ribeye þarf töluvert lengri eldun enda mikill og góður biti. 
 5. Berið fram með hvítlaukssósu, grilluðu rótargrænmeti og trufflukartöflunum.

Í KASSA:

Framhryggur er skorinn af efsta hluta framparts. Bitinn er bragðmikill, heldur stífari en hryggvöðvi. Úrbeinaður og fullsnyrtur án yfirborðsfitu er hann kallaður ribeye en prime ef yfirborðsfitan er höfð á. Vöðvinn er hentugur í eldunaraðferðir sem eru ætlaðar fyrir stíft kjöt en hann er líka vinsæl grillsteik.

Fremsti hluti hryggjarins er oft skorinn í sneiðar sem eru svo pönnusteiktar, ofnsteiktar eða grillaðar. Fremur bragðmikið kjöt og tiltölulega meyrt en inniheldur þó meira af bindivef en t.d. kótilettur, svo að það þarf ívið lengri eldun. Það kemur hins vegar ekki að sök þar sem það er oftast vel fitusprengt.

Loading