mbl | sjónvarp

Eftirrétturinn sem er að trylla tjaldsvæðin

MATUR  | 28. júlí | 14:07 
Hér erum við með eftirrétt sem er svo einfaldur og góður að það stendur bókstaflega ekki steinn yfir steini.

Hér erum við með eftirrétt sem er svo einfaldur og góður að það stendur bókstaflega ekki steinn yfir steini. Það eina sem þú þarft er kökudeig, sykurpúðar, Oreo kex og súkkulaðibitar. Ilmurinn af þessum dásamlega rétti er svo góður að heyrst hefur að menn hafi lagt ýmislegt á sig til að fá bita af herlegheitunum. Við mælum með því að þið lagið kökudeigið áður en lagt er af stað í ferðalagið. Með þeim hætti er hægt græja eftirréttinn á einungis nokkrum mínútum. 

Eftirrétturinn sem er að trylla tjaldsvæðin

Kökudeig:

  • 115 g smjör
  • 100 g sykur
  • 50 g púðursykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 egg
  • 220 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. gróft salt

Blandið öllum hráefnum og hnoðið uns deigið er orðið að þéttri kúlu.

Að auki:

  • Oreo kex
  • Súkkulaðibitar
  • Sykurpúðar (litlir)

Smyrjið eldfast mót eða álform. Myljið kökudeigið í munnbitastóra bita og sáldrið í botninn, því næst Oreo kexi (gott er að brjóta hverja kexköku í fernt), svo sykurpúða (ef litlir sykurpúðar eru ekki til skal nota hefðbundna stærð og skera í fernt). Endurtakið þar til formið er orðið fullt. Stráið að endingu súkkulaðibitum yfir og grillið við miðlungshita uns tilbúið. 

Grillþættir matarvefsins
Grillþættir matarvefsins
Loading