mbl | sjónvarp

Frábær frammistaða í Leeds

ÍÞRÓTTIR  | 4. október | 12:09 
Þann 13. júní 2018 héldu fjórir kappar frá RVKMMA utan til Leeds, ásamt Bjarka Þór Pálssyni, til að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. Þeir Ívar Orri, Jakob Borgar, Sigurður Óli og Svanur Þór kepptu á svokölluðu Interclub móti Fight Star Championship deildarinnar, þar sem margir íslenskir keppendur hafa barist við góðan orðstír.
Þann 13. júní 2018 héldu fjórir kappar frá RVKMMA utan til Leeds, ásamt Bjarka Þór Pálssyni, til að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. Þeir Ívar Orri, Jakob Borgar, Sigurður Óli og Svanur Þór kepptu á svokölluðu Interclub móti Fight Star Championship deildarinnar, þar sem margir íslenskir keppendur hafa barist við góðan orðstír.

Ívar Orri hefur æft í 4 ár og tók þátt í sínum fyrsta MMA bardaga. Hann átti glæsilega frammistöðu í búrinu, eftir að hafa fengið nýjan andstæðing þegar hann var kominn inn í búrið. Upprunalegi andstæðingurinn hætti við rétt áður en fyrsta lota átti að hefjast, en nýr andstæðingur var fundinn í snatri og Ívar vann hann í fyrstu lotu með „key lock“ uppgjafartaki.

Ívar keppti einnig K1 kickbox bardaga sem hann vann í annarri lotu. Glæsileg frammistaða hjá Ívari, og ljóst að hann var löngu tilbúinn í búrið. Klippur úr bardögunum má sjá á Instagram-síðu Ívars @Ivardalt

Jakob Borgar keppti í annað sinn á Interclub hjá Fightstar. Í þetta sinn keppti hann í þremur greinum; MMA, boxi og grappling. Jakob hefur tekið miklum framförum frá því hann keppti síðast í mars, þó hann hafi í þetta sinn fengið sterkari andstæðinga og beðið lægri hlut í MMA bardaga sínum. Í grappling gerði hann sér lítið fyrir og sigraði og í hnefaleikum gerði hann jafntefli. Bætingar á öllum sviðum og verður spennandi að fylgjast með drengnum næstu mánuði og ár. „Sexual white chocolate will be on everyones lips soon.“ @Jakobbmma

Svanur Þór tók þátt í sínum fyrsta MMA bardaga, en hann hefur um árabil keppt í taekwondo. Undanfarna mánuði hefur hann unnið að því að aðlaga bakgrunn sinn að MMA ásamt því að vinna hart í gólfglímunni og „wrestlinginu.“ Þrátt fyrir að mæta andstæðingi sem var um 10 kg þyngri hafði Svanur mikla yfirburði í bardaganum. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu hjá Svani, sem ætlar alla leið. @Svanurthor

Sigurður Óli, glímukóngur að vestan, keppti í fyrsta sinn í MMA á mótinu. Sóli byrjaði að æfa MMA í janúar, eftir að hafa æft íslenska glímu og handknattleik um árabil. Virkilega hraustur og efnilegur drengur hér á ferð, sem hefur tekið þvílíkum framförum að undanförnu. Bardagann vann  hann í 2. lotu með „side choke“ eftir fléttu í gólfinu sem hann hefur undanfarið æft með Eiði Sigurðssyni, glímuþjálfara. @sigolirunars

Flott helgi að baki og ljóst að mikill efniviður er til staðar til áframhaldandi uppbyggingar næstu árin. Drengirnir eiga hrós skilið og koma hlaðnir reynslu aftur heim.

 

MMA
Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA hafa náð miklum vinsældum hér á landi. Hér er ljósinu beint að nokkrum keppendum í þessari slungnu og krefjandi kúnst.

Þættir

Loading