mbl | sjónvarp

Dásamlegar heilsuvöfflur Ebbu

SMARTLAND  | 31. júlí | 20:00 
Ebba Guðný kennir okkur að gera súperhollar speltvöfflur sem fá bragðlaukana til að hoppa af kæti.

Ebba Guðný kennir okkur að gera súperhollar speltvöfflur sem fá bragðlaukana til að hoppa af kæti.

400 g gróft spelti (einnig má nota lífrænt heilhveiti og einnig 200 g bókhveiti sem er glúteinlaust)

1 tsk sjávarsalt

2 tsk kardimommuduft eða ½ tsk sítrónudropar og ¼ tsk vanilluduft

2-3 egg (má sleppa eggjunum ef einhver er með eggjaofnæmi)

30-40 g kaldpressuð kókosolía, ólífuolía eða brætt smjör

Um 7 dl (700 ml) mjólk að eigin vali og best finnst mér að nota volgt vatn á móti eða 300-400 ml

1. Kveikið á vöfflujárninu

2. Blandið saman þurrefnunum

3. Eggjum og mjólk bætt út í og að síðustu olíunni/smjörinu þangað til deigið er orðið eins og grautur að þykkt

4. Bakið vöfflur í vöfflujárni


*Vöfflur er svo ótrúlega einfalt að gera og eru í raun bara hollt heitt gerlaust brauð sem hægt er að útfæra á milljón vegu og allir elska!

*Stundum bræði ég ekta súkkulaði í smá rjóma eða mjólk (að eigin vali) og og býð upp á með vöfflunum ásamt rjóma!

*Ef ég á afgang af soðnum grjónum, hafragraut eða bókhveiti, sem dæmi, inni í ísskáp set ég það út í deigið.Það er mjög gott. Einnig má setja hrísgrjóna-, hafra-, möndlu- eða kókosmjöl í deigið (í staðinn fyrir 50-100 g af speltinu). Vöfflur eru frábærar til að koma hollustu ofan í börn.

*Gott og snjallt er að eiga vöffludeig í kæli fyrir eldri skólabörn að baka sér vöfflur er þau koma heim úr skólanum en þau þurfa að hafa aldur til þess að muna að taka vöfflujárnið úr sambandi!

Pure Ebba
Ebba Guðný sýnir þér hvernig hægt er að matreiða hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Ebba heldur úti vefnum pureebba.com
Loading