mbl | sjónvarp

Margrét komin í átta liða úrslit

ÍÞRÓTTIR  | 24. janúar | 18:14 
Margrét Jóhannsdóttir er komin í átta liða úrslit í einliðaleik kvenna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland International. Mótið er hluti af Reykjavíkurleikunum og fer fram í TBR húsinu um helgina.

Margrét Jóhannsdóttir er komin í átta liða úrslit í einliðaleik kvenna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland International. Mótið er hluti af Reykjavíkurleikunum og fer fram í TBR húsinu um helgina.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hana sigra Alannah Stephenseon frá Írlandi. Einnig er stutt viðtali við Helga Jóhannesson þjálfara og Margréti að leik loknum. Margrét er eini Íslendingurinn sem komst áfram í átta liða úrslit í einliðaleik.

Keppni í tvíliða- og tvenndarleik er í fullum gangi þessa stundina og er áætlað að keppni standi yfir til kl.20 í kvöld.

Átta liða úrslit í badmintonmótinu hefjast kl.10 í fyrramálið og undanúrslit kl.15:30. Hlé verður gert á keppni kl.13:30-15:30.

Nánari upplýsingar má finna á vef Badmintonsambands Íslands.

Reykjavíkurleikarnir
Myndbönd send inn frá Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games.
Loading