mbl | sjónvarp

Vala Rún braut 20 stiga múrinn

ÍÞRÓTTIR  | 25. janúar | 22:06 
Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Vala Rún B. Magnúsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur náði sinni hæstu einkunn fyrir stutt prógramm á ferlinum í dag og fékk 36.34 stig, 20.20 fyrir tækni og 16.14 fyrir svokallað „program components“. Eftir því sem næst verður komist er þetta jafnframt hæsta einkunn sem íslenskur skautari í junior flokki hefur fengið.

Keppni í listhlaupi á skautum á Reykjavíkurleikunum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Vala Rún B. Magnúsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur náði sinni hæstu einkunn fyrir stutt prógramm á ferlinum í dag og fékk 36.34 stig, 20.20 fyrir tækni og 16.14 fyrir svokallað „program components“.  Eftir því sem næst verður komist er þetta jafnframt hæsta einkunn sem íslenskur skautari í junior flokki hefur fengið.  

Langtímamarkmið íslensku stelpnanna er að komast á Junior Worlds mótið, en til þess þurfa þær að fá að lágmarki 20 stig í tækniskor í stuttu prógrammi og 35 í frjálsa prógrammi á móti hjá Alþjóða skautasambandinu (ISU móti).  Vala Rún náði í dag lágmarkstækni skori í stutta prógrammi í fyrsta skipti, 20.20 stig, og er það mjög mikið afrek. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hluta af prógrammi Völu Rúnar í dag.

Á morgun verður keppt í frjálsu prógrammi og hefst keppni kl.8:00. Áætluð mótslok eru um kl.13. Úrslit allra flokka má finna hér.

Reykjavíkurleikarnir
Myndbönd send inn frá Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games.
Loading