mbl | sjónvarp

Sprotafyrirtæki í útrás

ÞÆTTIR  | 27. október | 20:13 
Þegar sprotafyrirtæki eru sett á laggirnar er ágætt að setjast niður og hugsa hversu hátt markið er sett. Er aðallega horft á afmarkaðan markað hér heima eða hvort verkefnið gæti skilað árangri utan landssteinana. Þetta þarf að taka með í reikninginn þegar áætlunin er sett upp og gott er að hafa grunnhugmynd um hvað þarf að hafa í huga og hvaða hluti beri að forðast. Í fimmta þættinum af Sprotum er möguleg útrás nýsköpunarfyrirtækja skoðuð og hvað forsvarsmenn þeirra þurfa að hafa í huga. Meðal annars hvernig eigi að snúa sér varðandi erlend einkaleyfi, hvernig hegðun getur dregið verkefnið niður og hvað þurfi að passa upp á með fjármögnunina. Í síðasta þætti var fjallað um markaðssetningu og markhópa fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Þáttinn má sjá hér.
Loading