mbl | sjónvarp

„Þetta er okkar herskylda“

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 10:00 
Fimmtudaginn 15. desember verða Synir Íslands, nýir íslenskir vefþættir sem framleiddir eru af Studio M, frumsýndir á mbl.is.

Fimmtudaginn 15. desember verða Synir Íslands, nýir íslenskir vefþættir sem framleiddir eru af Studio M, frumsýndir á mbl.is.

Í þáttunum, sem verða átta talsins, verður skyggnst á bakvið tjöldin hjá lykilmönnum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem eru á leið á heimsmeistaramótið í Póllandi og Svíþjóð sem hefst í janúar á næsta ári.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gisli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason eiga það allir sameiginlegt að spila með mörgum af bestu félagsliðum heims en flestir þeirra hafa verið í atvinnumennsku til fjölda ára.

Fyrstu stikluna úr þáttunum, sem verða í opinni dagskrá, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en fyrsti þátturinn birtist á mbl.is fimmtudaginn 15. desember.

 

Loading