mbl | sjónvarp

Synir Íslands: Viktor Gísli Hallgrímsson

ÍÞRÓTTIR  | 15. desember | 6:00 
Í fyrsta þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handboltamarkvörðinn og landsliðsmanninn Viktor Gísla Hallgrímsson, leikmann Nantes í Frakklandi.

Í fyrsta þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handboltamarkvörðinn og landsliðsmanninn Viktor Gísla Hallgrímsson, leikmann Nantes í Frakklandi.

Viktor Gísli, sem er 22 ára gamall, gekk til liðs við Nantes síðasta sumar frá GOG í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann er uppalinn í Fram en hélt utan í atvinnumennsku árið 2019 þegar hann gekk til liðs við GOG í Danmörku.

Viktor Gísli lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2018 gegn Noregi í Bergen en alls á hann að baki 35 landsleiki fyrir Ísland.

Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi, sem hefst í janúar, verður fjórða stórmót Viktors Gísla.

Hægt er að horfa á þáttinn um Viktor Gísla í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

 

Loading