mbl | sjónvarp

Sonur Sjonna í The Voice

FÓLKIÐ  | 16. október | 23:29 
Aron Brink, sonur söngvarans Sigurjóns, eða Sjonna Brink, er einn þátttakenda í The Voice. Helgi Björns sneri sér við áður en Aron kláraði fyrstu línu lagsins, en Salka og Unnsteinn fylgdu fast á eftir og börðust þau öll hart um kappann.

Aron Brink, sonur söngvarans Sigurjóns, eða Sjonna Brink er einn þátttakenda í The Voice.

Aron söng lagið Dancing on My Own með Robyn í áheyrnarprufunum í þætti kvöldsins á SkjáEinum og gerði það svo vel að Helgi Björns, einn fjögurra þjálfara þáttarins,  sneri sér við áður en Aron náði að klára fyrstu línuna í laginu.

Helgi var þó ekki einn um að vilja Aron í sitt lið en bæði Salka Sól og Unnsteinn Manuel fylgdu fast á hæla Helga og upphófst skrautleg barátta um að fá kappann í sitt lið.

Loading