mbl | sjónvarp

Mörkin: Kvöld sem Watkins vill gleyma

ÍÞRÓTTIR  | 30. nóvember | 22:25 
Ollie Watkins, leikmaður Aston Villa, leggst órólegur á koddann í kvöld en hann var í miklum mótbyr á lokakafla leiksins gegn West Ham á ólympíuleikvanginum í London í kvöld.

Ollie Watkins, leikmaður Aston Villa, leggst órólegur á koddann í kvöld en hann var í miklum mótbyr á lokakafla leiksins gegn West Ham á ólympíuleikvanginum í London í kvöld. 

West Ham hafði betur 2:1 eftir spennuleik og dramatík í uppbótartíma þar sem VAR kom við sögu. Leikurinn byrjaði með látum þegar Angelo Ogbonna skoraði strax á 2. mínútu fyrir West Ham. Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish jafnaði fyrir Villa á 25. mínútu. Jarrod Bowen kom West Ham í upphafi síðari hálfleiks og reyndist það sigurmarkið þótt ýmislegt ætti eftir að ganga á. 

Ollie Watkins brenndi af vítaspyrnu fyrir Aston Villa á 76. mínútu þegar hann skaut í slá en kom boltanum í markið í uppbótartíma og taldi sig hafa jafnað. Eftir að myndband hafði verið skoðað var ákveðið að markið myndi ekki standa vegna rangstöðu. 

Leikur West Ham og Aston Villa var sýndur í beinni útsendingu á Síminn Sport. 

 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading