mbl | sjónvarp

Mörkin: Tvær vítaspyrnur í Brighton

ÍÞRÓTTIR  | 7. desember | 22:04 
Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í Brighton í kvöld þegar Brighton & Hove Albion tók á móti Southampton í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í Brighton í kvöld þegar Brighton & Hove Albion tók á móti Southampton í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

David Coote dómari leiksins dæmdi hendi á varnarmann Southampton og Pascal Gross skoraði út vítaspyrnunni og kom Brighton yfir á 26. mínútu. 

Jannik Vestergaard skoraði með góðum skalla fyrir Southampton á 45. mínútu. Á lokakaflanum fékk Southampton vítaspyrnu eftir að atvik hafði verið skoðað í VAR. 

Danny Ings skoraði úr vítaspyrnunni á 81. mínútu og Southampton náði í þrjú góð stig á útivelli. 

Leikur Brighton og Southampton var í beinni útsendingu á Síminn Sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading