WhatsApp takmarkar heimildir notenda

Í gær, 11:22 Samskiptamiðillinn WhatsApp hefur takmarkað það hversu oft má senda einstök skilaboð áfram úr 20 í fimm skipti. Aðgerðirnar eru liður í að taka á dreifingu falskra upplýsinga í gegnum miðilinn. Meira »

„Blóðrauður ofurmáni“

Í gær, 07:28 Þó svo ekki hafi viðrað vel til þess að sjá tunglmyrkvann í nótt á Íslandi þá sást hann vel annars staðar í heiminum.   Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

í fyrradag Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Best að vakna 4:30

í fyrradag Sævar Helgi Bragason segir að þótt veðurspáin sé slæm fyrir stærstan hluta landsins gætu einhverjir haft áhuga á að taka daginn snemma og virða fyrir sér fyrsta og eina almyrkvann á tungli á þessu ári. Heppilegast sé að vakna í kringum 4:30 í nótt, rétt áður en almyrkvinn skellur á.   Meira »

Einmana froskur fær loks stefnumót

19.1. Eftir margra ára leit hefur dýra- og náttúruverndarsinnum í Bólivíu loksins tekist ætlunarverkið: Að finna maka fyrir Rómeó, síðasta vatnafroskinn af tegundinni Telmatabius yuracare (svo vitað sé). Djúpt í iðrum frumskógarins í Bólivíu fannst Júlía, á bólakafi í einni ánni. Meira »

CRI vann alþjóðlega nýsköpunarsamkeppni

18.1. Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) stóð uppi sem sigurvegari í alþjóðlegri nýsköpunarsamkeppni, Sparkup challenge, sem finnski tæknirisinn Wärtsilä stóð fyrir í Finnlandi. Meira »

Matur sem bjargar mannslífum

17.1. Nýjasta nýtt í mataræðisflórunni er heilsufæði sem kemur jörðinni til bjargar. Ef fólk fylgir almennt þessum leiðbeiningum verður hægt að bjarga mannslífum, fæða 10 milljarða jarðarbúa og allt án þess að valda jörðinni óbætanlegu tjóni. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

17.1. „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

You Tube herðir birtingarreglur

16.1. Ekki keyra bifreið með bundið fyrir augun og birta myndskeið af því á You Tube. Ekki heldur borða þvottaefnispúða og birta myndskeiðið á You Tube. Nýjar reglur vefjarins heimila það ekki. Meira »

Stærsti rafíþróttaviðburður landsins

14.1. Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur ætla að halda stærsta rafíþróttaviðburð Íslands á Reykjavíkurleikunum í ár. Meira »

Vika í almyrkva á tungli

14.1. Aðfaranótt mánudagsins 21. janúar 2019 verður almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi síðan 28. september 2015. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022. Meira »

SpaceX segir upp 10% starfsmanna

12.1. Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu milljarðamæringsins Elon Musk, hyggst segja upp 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins. Yfir sex þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Meira »

Strippklúbbur heim í stofu

11.1. Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli á tæknisýningunni sem nú stendur yfir í Las Vegas er strippklúbbur bandaríska tæknifyrirtækisins Naughty America. Nýr valmöguleiki í snjallsímann eða spjaldtölvuna segir forstjóri fyrirtækisins. Meira »

Hlýnun sjávar 40% meiri en talið var

10.1. Vísindamenn vara nú við því að höf jarðar hlýni hraðar en áður var talið. Í nýrri rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Science í dag kemur fram að höf jarðar hlýni 40% hraðar en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi fyrir fimm árum. Meira »

Hlaut 5,5 milljóna evra styrk

10.1. Íslenskt rannsóknarverkefni hlaut um áramótin 5,5 milljóna evra styrk til að þróa tækni til að rækta brjósk fyrir hnéliði. „Einstaklingsmiðuð læknismeðferð er það sem koma skal,“ segir verkefnisstjórinn dr. Paolo Gargiulo. Meira »

Ástríða – lykill að velgengni

10.1. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi ástríðu þegar kemur að því að skara fram úr. Sterkt samband virðist vera milli ástríðu og þrautseigju. Ástríða virðist vera mikilvæg fyrir þrautseigju og öfugt. Meira »

Kynlífstæki bannað á tæknisýningu

9.1. Kynlífstæki sem ætlað er konum hefur verið bannað á CES-tæknisýningunni sem fer fram í Las Vegas þessa dagana. Tækið sem um ræðir, rafstýrður titrari, hlaut verðlaun frá skipuleggjanda sýningarinnar, Consumer Technology Associaton, en var fyrir slysni boðin þátttaka á tæknisýningunni, að sögn skipuleggjenda. Meira »

Myndir leka af nýjum iPhone

8.1. Myndir skjóta upp kollinum af nýjum iPhone. Hann virðist vera búinn þrívíddarmyndavél. Apple hefur ekki staðið eins höllum fæti lengi. Meira »

Skörp skil snævi þaktrar og auðrar jarðar

8.1. Áberandi munur er á snævi þöktu og auðu landi þessa dagana líkt og sést á gervitunglamynd þar sem sjá má jökulsár fléttast um sanda Suðausturlands, breytast í sífellu og bera mikið efni til hafs. Meira »

Tvítugur hakkari í haldi

8.1. Tvítugur maður er í haldi þýsku lögreglunnar grunaður um að hafa stolið einkagögnum hundraða stjórnmálamanna, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og birt á netinu. Meira »

Stærsta og minnsta sjónvarp í heimi

7.1. Samsung frumsýndi stærsta sjónvarp í heimi á CES tæknisýningu í Las Vegas um helgina. Sjónvarpið er því hið stærsta í sögunni, að það má í rauninni stækka út í hið óendanlega. Meira »

Hlýnun hefur áhrif á plöntur heimskautasvæða

7.1. Plöntur á heimskautasvæðum bregðast sterkar við hlýnun af því er fram kemur í nýútkominni rannsókn.  Meira »

Flest endurtíst í sögu Twitter

7.1. Japanskur milljarðamæringur hefur slegið nýtt heimsmet í fjölda endurtísta á Twitter. Hann lofaði Twitt-verjum peningum að gjöf. Meira »

Fyrirvarinn hefur takmarkað gildi

6.1. Fyrirvari í formi yfirlýsingar, sem fjölmargir Íslendingar hafa deilt á samfélagsmiðlinum Facebook varðandi meðferð þess efnis sem þeir hafa sett inn á hann, hefur takmarkað ef eitthvert gildi að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Meira »

Snjallheimili og sjálfsiglandi skip

6.1. „Það hefur hægst á þróun snjallsíma og snjalltækja og það er örugglega engin bylting í slíkum tækjum á árinu,“ segir Guðmundur Jóhannesson, upplýsingafulltrúi Símans og áhugamaður um tækni og nýjungar. „Þróunin verður að ég held nær öll í hugbúnaði, gervigreind, algrímum og vélrænni tækni.“ Meira »

Mygluskálinn sendir viðvarandi skilaboð

5.1. „Vandamálið varðandi rakaskemmdir og myglu er að fólk verður mismunandi veikt. Sumir finna engin áhrif, aðrir mikil. Sumir gera grín að þessu og segja að þetta sé ekki neitt. Þannig að við höfum sett rúm í enda skálans og bjóðum upp á sumardvöl, eina viku í einu,“ segir forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Meira »

Lent á fjarhlið tunglsins í fyrsta sinn

3.1. Þau merku tímamót urðu í nótt að kínverska geimfarið Chang'e-4 lenti á fjarhlið tunglsins, það er þeim hluta tunglsins sem snýr frá jörðu, og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Þá er Chang'e-4 annað kínverska geimfarið sem lendir á tunglinu. Meira »

Ultima Thule lítur út eins og snjókarl

2.1. Fyrstu myndir af fyrirbærinu Ultima Thule, fjarlægasta útstirni sólkerfisins, hafa borist til jarðar frá mannlausa geimfarinu New Horizons og verður að segjast að lögun útstirnisins minnir eilítið á snjókarl úr fjarska. Meira »

New Horizon myndaði Ultima Thule

1.1. Mannlausa geimfarið New Horizon hefur náð sambandi við jörðu til að staðfesta að það hafi flogið framhjá fjarlægasta stað sólkerfisins, Ultima Thule, í um 6,4 milljarða kílómetra frá jörðu. BBC greinir frá. Meira »

Gagnrýnir misnotkun gagna

31.12. „Það að hafa aðgang að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau,“ segir Jón Stephenson von Tetzchner, frumkvöðull og fjárfestir, í viðtali við Tímamót, sérblað Morgunblaðsins í dag. Jón gagnrýnir netrisana Google og Facebook harðlega í viðtalinu fyrir meðferð þeirra á upplýsingum um notendur sína. Meira »

Facebook „í grundvallaratriðum“ breyst

28.12. Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, segir að þessi vinsælasti samfélagsmiðill í heimi hafi „í grundvallaratriðum“ breyst og einbeiti sér núna í auknum mæli að því að vernda kerfi sín gagnvart misnotkun og misvísandi upplýsingum. Meira »

Góð samvera lykill að vellíðan

28.12. Þróun samúðar og umhyggju er lykilatriði til að hjálpa okkur í að verða hamingjusöm og öðlast tilgang með lífinu. Það að upplifa góðvild, hógværð, hlýju og samúð hefur jákvæð áhrif á alla líkamsstarfsemi okkar, styrkir ónæmiskerfið, minnkar streituhórmóna og er vítamín fyrir heilastarfsemi okkar. Meira »

Heimskulegt að senda menn til Mars

24.12. Geimfarinn Bill Anders, sem var einn af þeim fyrstu sem fór á sporbraut um tunglið, segir að það sé heimskuleg hugmynd að ætla að senda menn til Mars. Meira »

„Þú missir stjórn á öllu sem þú deilir“

20.12. „Það er ástæða til að vekja athygli á margítrekuðum alvarlegum brotum og lekum hjá Facebook,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Face­book hef­ur í fleiri ár veitt stærstu tæknifyr­ir­tækj­um heims aðgang að viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um not­enda sam­fé­lags­miðils­ins. Meira »

Facebook lögsótt í Washington DC

19.12. Saksóknari í Washington DC hefur lagt fram kæru á hendur Facebook í tengslum við Cambridge Analytica-skandalinn. Washington Post greindi frá þessu í dag og hefur eftir saksóknaranum Karl Racine að Facebook hafi láðst að vernda einkalíf notenda sinna. Meira »

Kynnti nýja tegund neðanjarðarganga

19.12. Elon Musk, milljarðamæringurinn á bak við Tesla og SpaceX, hefur kynnt til sögunnar neðanjarðargöng sem hann lítur á sem himnasendingu þegar kemur að því að leysa umferðarvanda í stórborgum. Meira »

350 milljónir til 21 fyrirtækis

17.12. Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 21 nýsköpunarfyrirtækis og frumkvöðlum til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir 350 milljónir króna. Á haustmisseri bárust sjóðnum 224 umsóknir. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

15.12. Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

12.12. Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Styrkjum sterku hliðarnar

12.12. Sé sterk áhugahvöt á bak við val á starfsferli eru miklu meiri möguleikar á að við verjum tíma í að verða góð í því sem við gerum. Einstaklingar ættu því að finna sitt áhugasvið og rækta sínar sterku hliðar. Til að ná árangri ætti að leggja áherslu á að þjálfa sig í því sem við erum þegar góð í. Meira »

Hreindýrum fækkað um helming

12.12. Hreindýrin sem lifa á lágvöxnum gróðri geta ekki lengur komist í gegnum ísbrynju sem myndast við breytt veðurskilyrði á heimskautasvæðunum. Fleira kemur til og veldur því að þeim hefur fækkað um helming á aðeins tveimur áratugum. Meira »

Voyager 2 yfirgefur sólkerfið

10.12. Geimfarið Voyager 2 hefur nú fylgt farinu Voyager 1 eftir og yfirgefið sólkerfið, rúmlega 41 ári eftir að því var skotið á loft með það að markmiði að rannsaka ystu plánetur sólkerfisins. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

10.12. „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Fundu uppblásna plánetu

8.12. Nýuppgötvuð fjarpláneta, sem er í um 124 ljósára fjarlægð frá jörðu, er full af heitu lofti. Andrúmsloft hennar er útbólgið af helíum, rétt eins og uppblásin blaðra. Meira »

Unglingar sofa 6,5 tíma á nóttu

7.12. Einungis um fimmtungur 15 ára unglinga ná átta tíma viðmiðunarsvefni á nóttu að meðaltali og sofa framhaldsskólanemar í fjölbrautakerfi að jafnaði lengur en nemendur í bekkjarkerfi. Þá styttist svefntími unglinga um hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldur að meðaltali. Meira »

„Sound of Vision“ hlaut fyrstu verðlaun

6.12. Rannsóknarverkefnið Sound of Vision, sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa haft forystu um, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Tækni fyrir samfélag“ í úrslitum Nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovation Radar Prize 2018, sem afhent voru í Vínarborg í dag. Meira »

Líkir eftir þrautum hælisleitenda

4.12. Þrepin í netleiknum „Razor Wire“ eru verulega þung. Fyrst þarf leikmaðurinn að flýja stríð í heimalandi sínu. Síðan þarf að hann að komast undan lögreglu þegar hún gerir húsleit í flóttamannabúðunum og að lokum þarf hann að komast yfir á og forðast á sama tíma lík þeirra sem ekki komust yfir. Meira »

Far Nasa komið að Bennu

4.12. Eftir tveggja ára eftirför er mannlaust rannsóknarfar Nasa, Osiris-Rex, loks komið að smástirninu Bennu. Farið mun fara á braut um smástirnið á síðasta degi ársins. Meira »

Fundu vísbendingar um árstíðabundna búsetu

3.12. Minjarnar sem fundust við fornleifarannsókn á Bæ, Sandvík á Ströndum, gefa fræðimönnum færi á að fylla í eyðurnar sem til staðar eru í landnámi Íslands. Ekki liggur enn fyrir hvers konar búseta var í víkinni, en auk ruslahaugsins fannst þar mannvirki sem bendir til árstíðarbundinnar búsetu. Meira »

Mesta ógn mannkyns í þúsundir ára

3.12. Sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti David Attenborough segir loftslagsbreytingar mestu ógn mannkyns í þúsundir ára. Hann segir þær geta leitt til hruns siðmenningar og útrýmingar stórs hluta hins „náttúrulega heims“. Meira »