Engin sönnun fyrir skaðsemi farsíma

Engar áreiðanlegar vísbendingar eru um, að farsímanotkun hafi skaðleg áhrif á fólk. Hafa Geislavarnir sænska ríkisins komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa látið kanna og fara yfir margar rannsóknir á hugsanlegum áhrifum hennar.

Rannsóknir á áhrifum farsímanotkunar hafa gefið mjög misvísandi niðurstöðu og með það í huga fengu Geislavarnirnar tvo vísindamenn, dr. John D. Boice og dr. Joseph K. McLaughlin við Alþjóðafaraldursfræðistofnunina í Rockville í Maryland í Bandaríkjunum, til að fara yfir níu rannsóknir frá árinu 1996. Var útkoman sú, að engar áreiðanlegar vísbendingar væru um skaðsemi farsímanna. Leggja þeir áherslu á, að vissulega sé erfitt að fullyrða, að eitthvað sé með öllu hættulaust en hitt sé aftur ljóst, að enn skorti vísindalegar sannanir fyrir skaðseminni.

Stokkhólmi. AP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert