Japanska „hljóðprinsessan“ drekkir klúrum salernishljóðum

AP

Kuniko Kato, almannatengill hjá Toto Ltd í Tókýó, hlustar á „hljóðprinsessuna“, sem býr til „niðursturtunarhljóð“ sem ætlað er að drekkja öðrum, klúrari hljóðum á kvennasalerninu á skrifstofum fyrirtækisins. Tækið sameinar nýjustu tækni og japanska feimni og verður sífellt vinsælla í landinu. Er þetta orðið staðalbúnaður á kvennasalerni í skrifstofubyggingum. En þetta er líka hagkvæmt. Hefð er fyrir því hjá japönskum konum að sturta niður í klósettinu nokkrum sinnum til að hylja önnur hljóð, og því er „hljóðprinsessan“ vatnssparandi.

mbl.is