Rauðir búningar auka líkur á sigri

CSKA Moskva sigraði Sporting Lissabon í kvöld enda voru hinir …
CSKA Moskva sigraði Sporting Lissabon í kvöld enda voru hinir fyrrnefndu í rauðum búningum. Tilviljun? AP

Rauðir búningar íþróttafólks auka líkurnar á sigri, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breskra vísindamanna. „Í hinum ýmsu íþróttagreinum höfum við komist að því að rauðir búningar tengjast meiri líkum á sigri,“ skrifuðu dr. Russell Hill og dr. Robert Barton vísindamenn við háskólanna í Durham á Englandi, að því er fram kemur á fréttavef The New York Times. Niðurstöðurnar verða birtar í tímaritinu Nature á morgun.

Rannsóknin hófst fyrir ári og segir dr. Barton að hugmyndin hafi komið upp eftir athuganir á hegðun dýra, þar sem rauður litur tengist oft völdum karldýra. Þannig sýna rannsóknir að þær Zebra-finkur sem fá rautt band bundið utan um fótinn á sér verða gjarnan stjórnsamar en Zebra-finkur sem fá blátt band verða undirgefnar.

Vísindamennirnir skoðuðu niðurstöður ólympíuleikanna í Aþenu í fyrra og komust að því að í tae kwon do, hnefaleikum og glímu fengu keppendur annað hvort rauðan eða bláan hlífðarbúnað. „Það er nánast eins og einhver hafi hannað þessa tilraun fyrir okkur,“ sagði dr. Barton.

Segja þeir að þeir sem hafi verið með rauðan búnað hafi unnið að meðaltali sex af tíu lotum. Þeir komust einnig að því að liðunum fimm sem voru í rauðum búningum í Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í fyrrasumar hafi gengið betur en öðrum.

Þeir benda þó á að þetta þýði ekki að slæmu liði geti allt í einu farið að ganga vel bara með því að vera í rauðu. Þetta eigi aðeins við þegar mjótt er á mununum hjá liðum.

Ef Selma verður í þessum rauða búning í Kænugarði annað …
Ef Selma verður í þessum rauða búning í Kænugarði annað kvöld ætti henni að ganga vel. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert