Farsíma-iPod frá Apple

Nýi iPod síminn frá Apple.
Nýi iPod síminn frá Apple. AP

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynnti í gærkvöldi tæki sem er hvort tveggja í senn, farsími og iPod tónlistarspilari. Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti tækið í gærkvöldi en hægt er að geyma í því 100 lög. Von er á tækinu á markað í Evrópu síðar í þessum mánuði.

Tækið nefnist Rokr og var þróað af farsímaframleiðandanum Motorola fyrir Apple. Símaspilarinn er silfurlitaður með steríóhátölurum og VGA myndavél.

Búið er uppfæra iTunes forrit Apple fyrir símann svo notendur geta flutt tónlistarskrár í símann. Tónlistin er geymd á 512 megabæta minniskorti og sérstakur búnaður stöðvar afspilunina ef hringt er í símann.

Boðað er að fleiri slík tæki með meira minni séu væntanleg á markaðinn.

mbl.is