Krefjast lögbanns á iPod

AP

Bandaríska fyrirtækið Creative Technology, sem framleiðir stafræna tónlistarspilara svipaða iPod spilurunum vinsælu, hefur farið fram á það við bandarískan dómstól að Apple verði bannað að selja og markaðssetja iPod í Bandaríkjunum.

Heldur Creative því fram að notendaviðmót iPod spilaranna brjóti gegn einkaleyfi fyrirtækisins fyrir Zen mp3 spilara þess. Sótti það um einkaleyfið árið 2001 og fékk það loks árið 2005 og hefur síðan hótað málsókn.

Krefst Creative þess að lögbann verði sett á sölu iPod spilaranna í Bandaríkjunum auk þess sem skaðabóta er krafist.

Creative hefur átt á brattann að sækja á mp3 markaðnum og var fyrirtækið rekið með tapi fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert