Aðstæður í móðurkviði geta gert karlmenn samkynhneigða skv. nýrri rannsókn

Samkvæmt kanadískri rannsókn ákvarðast kynhneigð karla í móðurkviði.
Samkvæmt kanadískri rannsókn ákvarðast kynhneigð karla í móðurkviði. Reuters

Kynhneigð karla getur ákvarðast af því hvernig aðstæður í móðurkviði eru samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljóst að því fleiri eldri bræður karlmaður á því líklegra er að hann verður samkynhneigður. Ástæðan að baki þessu er ekki vituð.

Í rannsókninni, sem er kanadískt, kemur í ljóst að ástæða þess að karlmenn verði samkynhneigðir tengist fremur líffræðilegum þáttum heldur en félagslegum.

Rannsóknin er birt í vísindatímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Prófessorinn Anthony Bogaert, sem starfar í Brock háskólanum í Ontaríó í Kanada, rannsakaði 944 samkyn- og gagnkynhneigða karlmenn sem áttu annað hvort „líffræðilega“ bræður - þ.e. bræður sem eiga sömu móður - eða „ólíffræðilega“ bræður - þ.e. bræður sem eru ættleiddir, eru stjúpbræður eða hálfbræður.

Bogaert komst að því að það eru aðeins tengsl á milli samkynhneigðar og bræðrafjölda ef bræðurnir eru sammæðra.

Hann segir að það hafi ekki áhrif á kynhneigð einstaklings hversu lengi hann er með eldri bræðrum sínum, þ.e. elst upp með þeim.

Bogaert skrifar í tímaritið: „Ef uppeldi eða félagslegir þættir tengdir eldri bræðrum undirstrika hin bróðurlegu fæðingarröðunaráhrif (tengslin milli fjölda eldri bræðra og samkynhneigðar karla) þá ætti fjöldi ólíffræðilegra bræðra að spá fyrir um kynhneigð karla, en svo er ekki.“

„Þessi niðurstaða styður að þróun kynhneigðar karla eigi sér stað fyrir fæðingu þeirra.“

Hann bendir á að áhrifin séu líklega afleiðing „móðurminnis“ í móðurkviði, þ.e. fyrir fæðingu karla.

Hann segir að líkami kvenna geti litið á karlkynsfóstur sem framandi. Það geti síðan leitt til ónæmisviðbragða sem gæti orðið sterkari með hverju karlkyns barni sem fæðist.

Mótefnið sem myndast við þetta gæti haft áhrif á heila karla sem eru í mótun.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina