Apple kallar in rafhlöður í fartölvum

Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple.
Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple. Reuters

Apple tölvufyrirtækið innkallaði í dag 1,8 milljónir rafhlaðna sem Sony framleiddi fyrir Apple fartölvur. Talið er að rafhlöðurnar séu gallaðar og geti ofhitnað og hugsanlega getur myndast eldhætta af þeim. Innköllunin kemur einungis 10 dögum eftir að Dell tölvufyrirtækið þurfti að kalla inn 4,1 milljón rafhlöður af sömu ástæðu.

Apple segist hafa fengið skýrslur um níu lithíum rafhlöður sem hafa ofhitnað og í tveimur tilfellum ollu þau minniháttar brunasárum á fólki og einnig hefur eitthvert tjón hlotist af þessu.

Í tilkynningu frá Sony kemur fram að vandamál hafi komið upp á nokkrum örfáum tilfellum þegar örsmáar málmagnir lenda á öðrum hluta rafhlöðunnar og valda skammhlaupi.

Báðar þessar afturkallanir kosta Sony um 172 til 278 milljónir bandaríkjadala.

Hlutabréf í Sony féllu um 27 cent á Nasdaq verðbréfamarkaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert