Fyrsti kvenkyns geimferðalangurinn sneri aftur til jarðar

Fyrsti kvenkyns geimferðamaðurinn, Anousheh Ansari, kom aftur til jarðar í dag eftir að hafa heimsótt Alþjóðlegu geimstöðina. Hún lenti heilu á höldnu á sléttum Kasakstan í Soyuz geimhylkinu ásamt bandaríska geimfaranum Jeff Williams og rússneska geimfaranum Pavel Vinogradow. Hylkið lenti innan þess lendingarsvæðis sem reiknað hafði verið með, en það spannaði yfir 90 km.

Hylkið hægði á sér við komuna til jarðar með því að kveikja á eldflaugum og opna fallhlífar þar til það lenti mjúklega á hlið á akri.

Tugir þyrlubjörgunarsveita fóru starx á vettvang til þess að hjálpa geimförunum út út hylkinu.

Ansari fékk við komuna rósabúnt auk þess sem eiginmaður hennar smellti einum kossi á hana.

Geimfararnir þrír voru bornir á sérstökum hallandi stólum í þyrlurnar sem biðu þeirra. Í framhaldinu var flogið með þá á æfingarsvæði sem er skammt frá Moskvu.

Ansari var þreytt en brosmild við komuna til jarðar.
Ansari var þreytt en brosmild við komuna til jarðar. AP
mbl.is