Bretar feitastir Evrópubúa

Offita er að verða alvarlegt heilbrigðisvandamál í Bretlandi líkt og …
Offita er að verða alvarlegt heilbrigðisvandamál í Bretlandi líkt og víðar í heiminum. AP

Bretar eru feitastir allra í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld í Bretlandi og kynnt var í dag. Samkvæmt skýrslunni þjást 24% Breta af offitu á meðan einungis 11% Ítala glímir við sama vandamál, 9% Frakka og 12% Íra, Spánverja og Þjóðverja. Til þess að falla undir flokkunina offita þarf hlutfall fitu í líkamanum (svokallaður BMI-stuðull) að vera hærri 30.

Fyrir tveimur mánuðum varaði heilbrigðisráðuneyti Bretlands við því að um 13 milljónir Breta gætu verið komnir í flokki offitusjúklinga árið 2010.

mbl.is