Treystu tækninni fremur en eigin skilningarvitum

Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.
Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.

Að minnsta kosti tveir þýskir bílstjórar hafa lent í vandræðum að undanförnu þar sem þeir treystu á gps-tæki fremur en sín eigin skilningarvit við aksturinn. Annar mannanna, sem er 53 ára, beygði út af götunni sem hann ók 30 metrum áður en hann kom að beygjunni en það varð til þess að hann ók inn á byggingarsvæði þar sem hann endaði ferðina inni í klósettskúr.

Hinn maðurinn, sem er áttræður, ók beint á skilti, sem á stóð innakstur bannaður og endaði síðan ferð sína í sandbing. Báðir ökumennirnir fengu sektir fyrir gáleysislegan akstur en sluppu án þess að valda sjálfum sér og öðrum líkamstjóni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert