Shakespeare örvar heilann

Mannsheilinn bregst við ritstíl Shakespeares líkt og gátu
Mannsheilinn bregst við ritstíl Shakespeares líkt og gátu mbl.is

Breskir vísindamenn við háskólann í Liverpool, sem rannsakað hafa áhrif skáldskapar Williams Shakespeares á mannsheilann, hafa komist að því að ritstíll hans örvar heilann og hefur þannig mjög jákvæð áhrif á starfsemi hans. Þetta kemur fram á vísindavefritinu AlphaGalileo.

Stíll skáldsins er fyrir margt merkilegur, en meðal aðferða sem Shakespeare beitti var að breyta sagnorðum í nafnorð. Þegar heilinn meðtekur setningar á borð við „he godded me”, sem lesa má í leikritinu Coriolanus, bregst hann við á sama hátt og um gátu sé að ræða og hefst handa við að ráða í setninguna.

Þannig kemur Shakespeare heilanum í sífellu á óvart með því að bæta undarlegum orðum við annars venjulegar setningar. Neil Roberts, prófessor við háskólann í Liverpool og annar höfundur rannsóknarinnar, segir að áhrifin á heilann séu svipuð þeim sem verða þegar horft er á töfrabrögð. Í fyrstu skilji heilinn áhrifin af töfrabragðinu, en ekki hvernig það var framkvæmt, þetta hafi svo góð áhrif þar sem heilinn starfi hraðar en ella, og vinni í að leysa gátuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina