Skapari fjarstýringarinnar látinn

AP

Uppfinningamaðurinn Robert Adler er látinn 93 ara að aldri, hann var helst þekktur fyrir að hafa fundið upp fjarstýringuna, en fyrir þá uppfinningu fékk hann m.a. Emmy verðlaun ásamt verkfræðingnum Eugene Polley sem vann að henni ásamt Adler. Ekkja Adlers segir þó að fjarstýringin hafi langt í frá verið uppáhalds uppfinningin hans, enda hafi hann nær aldrei horft á sjónvarp, en hafi hins vegar lesið meira.

Adler hóf störf hjá raftækjaframleiðananum Zenith árið 1941 og var þar allt fram til ársins 1999.

Zenith framleiddi fyrstu fjarstýringuna árið 1950, en hún var tengd sjónvarpinu með snúru. Síðar komu fram þráðlausar fjarstýringar sem lýstu ljósi að ljósnema, en sólarljós m.a. gerði þá fjarstýringu gagnslitla.

Adler hins vegar fann upp leið til að stjórna sjónvarpi með hátíðnihljóðum, en þá var loks komin fjarstýring sem gagnaðist við flestar kringumstæður.

Adler fékk skráð rúmlega 180 einkaleyfi ár ferli sínum og vann meðal annars að samskiptatækni fyrir bandaríska herinn í síðari heimsstyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert